36. Líður þér illa? Breyttu því hvern þú hlustar á.

Jæææja! Af hverju getur verið svona erfitt og ALLSKONAR að horfast í augu við sjálfan sig og stunda þessa alræmdu sjálfsvinnu? Stundum er maður í stuði til þess og á auðvelt með að taka til sín visku og gullkorn… en aðra daga gleymir maður að sjálfsvinna sé til og maður veður áfram í tímabundinni blindni og kvartstemningu!

Við viljum meina að það sé góð og gild ástæða fyrir þessu öllu saman. Í þessum þætti spjöllum við meðal annars um fortíðina og fólkið sem hefur mótað okkur. Það er allt í lagi að eiga erfiða daga og trúa NÚLL á sig.. það er bara hrikalega eðlilegt. En það er líka mikið styrkleikamerki að þora að takast á við sjálfan sig og gömul vanamynstur. Skoðum þetta betur og sýnum okkur sjálfum góðvild. Núna og alltaf.

Fylgdu Normið podcast á samfélagsmiðlum fyrir hvatningu inn í daginn 👊🏼❤️
instagram: @normidpodcast
facebook: Normið

Leave a Reply